Sérkenni þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nágrennis

Í staðaranda felast verðmæti sem hægt er að nýta til góðs fyrir viðkomandi stað eða svæði. En til þess þarf að vera hægt að lýsa staðarandanum og miðla honum með fjölbreyttum, en að einhverju leyti samræmdum, hætti þannig að skilaboðin verði skýr. 
Mikilvægt er að sameinast um orð sem lýsa best þeirri mynd sem sveitarstjórnir í samvinnu við ferðamálasamtök og íbúa vilja draga upp af svæðinu. Myndinni er ætlað að lýsa staðarandanum sem best, þ.e. hvað einkennir svæðið, hvaða sögur það segir og hvað er hægt að upplifa þar. Með því að sameinast um lýsingu þessa anda svæðisins er stuðlað að góðum skilningi heimamanna á mikilvægi þess að viðhalda verðmætum svæðis og möguleikunum á að vinna með þau svæðinu til hagsbóta. Gestir fá líka skýrari mynd í kollinn af svæðinu og hvað þangað er að sækja. 

Þátttakendur í vinnusmiðjunni í Klifi, 30. mars 2011, gerðu tilraun til að fanga anda þjóðgarðsins - og þar með svæðisins - í orð. 
Á fundinum voru orðin sem þannig voru nefnd til sögunnar flokkuð undir nokkrum yfirskriftum sem fundarmenn gáfu síðan atkvæði 
eftir því hversu vel þeim fannst yfirskriftin eða flokkurinn lýsa sérkennum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. 
Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu var eftirfarandi, tilgreint í röð eftir því vægi sem atkvæðagreiðslan leiddi í ljós: 

Strönd og sjór  -  Jökull  -  Birta og kyrrð  -  Jarðminjar  -  Fuglar  -  Hvalir og refur  -  Saga, minjar og fólk  -  
Stórbrotin fjölbreytni  -  Orkuríkur  -  Dulúð  -  Aðgengilegur. Að neðan má finna öll þau orð sem fundarmenn nefndu til að lýsa sérkennum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. 
Orðin eru flokkuð á ögn annan veg en gert var á samráðsfundinum til að koma enn betur til skila þeim meginatriðum sem nefnd voru. Næstu skref í þessu verkefni gætu m.a. verið að ræða nánar og ákveða hvaða orð sé heppilegast að nota til að markaðssetja þjóðgarðinn og Snæfellsnes á þann hátt að gagnist sem flestum atvinnugreinum.


 • Sjór
 • Brim
 • Fjara
 • Sandströnd   
 • Djúpalónsperlur • Brunnar  
 • Drangar 
 • Eldfjall, eldvörp
 • Fjallgarður, fjöll  
 • Hellar 
 • Hraun 
 • Jarðmyndanir
 • Jökulminjar
 • Nýtt land 
 • Snæfellsjökull      

 • Fjölbreytt fuglalíf, fuglabjörg, sjófuglar
 • Gróður, berjaland, berjalyng,smágróður, mosi
 • Hvalir 
 • Refur         


 • Axlar-Björn         
 • Árabátatíminn 
 • Bárðar saga Snæfellsás
 • Byggð
 • Bænabyrgi     
 • Fiskibyrgi         
 • Fiskveiðisamfélag
 • Jules Verne 
 • Mannvistar-/menningarminjar, minjar um búsetu         
 • Menning    
 • Mikil saga
 • Saga sjóslysa         
 • Sagan er samtvinnuð landinu 
 • Sagnasvæði
 • Sérstakt fólk
 • Sjósókn, minjar um forna sjósókn, strandminjar         
 • Sögupersónur 
 • Vitar     
 • Þjóðsagnastaður  • Andstæður
 • Áhugaverður 
 • Dásamlegur
 • Drungalegur
 • Einstakur 
 • Ægifagur
 • Fallegt landslag, fallegur
 • Flottur
 • Hrikalegur
 • Náttúrufegurð, sérstæð fegurð, stórkostleg náttúrufegurð
 • Ótrúleg fjölbreytni, fjölbreytileiki
 • Margbreytilegt landslag, margbreytilegur, 
 • Ísland í hnotskurn
 • Náttúruparadís
 • Ógnvekjandi
 • Ósnortin, óspillt náttúra 
 • Röff 
 • Skemmtilegur
 • Stórbrotinn 
 • Stórfenglegur
 • Töffaralegur


 • Orkugefandi 
 • Orka
 • Kraftmikill
 • Kynorka  
 • Magnþrunginn
 • Innblástur 
 • Kyrrð, þögn
 • Birta
 • Frelsi 
 • Útsýni 
 • Náttúruhljóð, sjávarniður, brimhljóð
 • Norðurljós
 • Sjörnur
 • Tært loft  
 • Ferskt vatn
 • Vindur, snjór, skafrenningur / veðurfar  • Dularfullur
 • Dulmagnaður
 • Dulrænn  
 • Kynngimagnaður
 • Draugalegur 
 • Geimverur 


    • Auðvelt að komast að
 • Margt að sjá á einu svæði
 • Lítill
 

Strönd og sjór

               


Jökull og jarðminjar

                 
        
 
Áhugavert lífríki

                 

 
Sagnaslóðir og strandmenning

                 

                

                


 
Stórbrotin fjölbreytni og ægifegurð

               

                 

                Orkuríkur, hressandi, róandi og nærandi

 
Kynngimagnaður og dularfullur

    Aðgengilegur