Sérstakar leiðir

Sérkennum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nærliggjandi svæðis má m.a. lýsa með því að kortleggja þá staði og þær leiðir sem bjóða upp á tiltekna upplifun eða afþreyingu. Slík kortlagning er einnig grunnur að því að skilgreina þau tækifæri sem búa í svæðinu.

Þátttakendur í vinnusmiðjunni í Klifi merktu þær leiðir inn á kort sem þeir töldu áhugaverðar, bjóða upp á ákveðna söguskoðun eða ævintýri, eða henta vel sem gönguleiðir eða jafnvel hlaupaleiðir. 
Ekki var gerður greinarmunur á leiðum sem þegar eru færar og þeim sem getur þurft að bæta aðgengi að. 
Leiðirnar eru heldur ekki merktar nákvæmlega inn heldur er hér reynt að sýna grófa heildarmynd og hvar möguleikar liggja um góðar leiðir. Þær þarf því að útfæra nánar ef ætlunin er að vinna markvisst með einstakar leiðir. 

Í vefsjá má síðan sjá hvernig leiðir tengja saman þá staði sem kortlagðir voru sem „sérstakir staðir".

Áhugaverðar leiðir


Sögu- og ævintýraleiðir


Göngu- og hlaupaleiðir
Smellið á kortin 
til að skoða stærri mynd.