Sérstakir staðir

Sérkennum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nærliggjandi svæðis má m.a. lýsa með því að kortleggja þá staði og þær leiðir sem bjóða upp á tiltekna upplifun eða afþreyingu. Slík kortlagning er einnig grunnur að því að skilgreina þau tækifæri sem búa í svæðinu.

Þátttakendur í vinnusmiðjunni merktu þá staði inn á kort sem þeir töldu segja ákveðna sögu eða vera góða við að skoða lífríki eða setjast niður, borða nesti og hvíla sig. Einnig voru merktir inn á kort þeir staðir sem þóttu góðir til að njóta útsýnis og til að tjalda á. 
Ekki var gerður greinarmunur á stöðum sem nú þegar eru nýttir í þessum tilgangi og stöðum þar sem ónýtt tækifæri eru til staðar. 

Hér fyrir neðan má finna eitt kort fyrir hverja tegund" staðar, þ.e. út frá því hvað er helst áhugavert við þá, en í vefsjá er hægt að sjá alla staðina saman á einu korti og grunnupplýsingar um hvern og einn. Út úr þeirri mynd má t.d. greina nokkra lykilstaði sem bjóða upp á margt í einu. Það segir að einhverju leyti til um tækifæri sem í þeim felast og bendir til að þar gæti þurft að huga að aðstöðu eða markaðssetningu.  Út frá þeirri mynd sem vefsjáin sýnir má einnig velta fyrir sér hvernig hægt sé að skipuleggja gönguleiðir sem tengja saman áhugaverða staði. 
Frekari rýni í kortin og staðina getur líka hjálpað til við að lýsa sérkennum og staðaranda Snæfellsness í orðum og getur gagnast bæði einkaaðilum í fyrirtækjarekstri, opinberum aðilum og fleirum. 

Staðir sem segja sögur 


Staðir sem eru góðir til að skoða fugla eða önnur dýr


Góðir áningarstaðir


Staðir sem eru góðir til að njóta útsýnis Staðir sem eru góðir til að tjalda á
   

 
                                                     
Smellið á kortin 
til að skoða stærri mynd.