Sérstakir viðburðir og hátíðir

Ein leið til að draga fram sérkenni og staðaranda svæðis er að velta fyrir sér hvernig umhverfi, menning og saga þess gætu verið efniviður í ýmiss konar hátíðir og viðburði. Þá er um að gera að leyfa huganum að takast á loft. Hugmyndir um hátíðir og viðburði eru því ekki einungis upplistun á möguleikum til að gera sér dagamun, heldur ekki síður lýsing á sérkennum eða auðlegð svæðisins.

Eftirfarandi tillögur voru settar fram í vinnusmiðjunni í Klifi í marslok 2011 - en í þeim bíða jafnframt ónýtt tækifæri!
 • Árabátadagar / smíði 
 • Bruggaradagar 
 • Draugadagar 
 • Fjallamaraþon, jökulhlaup (yfir Jökulháls)
 • Fjölskylduhátíð í Krossavík
 • Hjólað yfir jökul (jökulhringur) 
 • James Bond hátíð
 • Jarðfræðihátíð
 • Kraftakeppni, berkserkir 
 • Kvennahátið, Guðríður (pílagrímshátíð) 
 • Ljósmyndanámskeið 
 • Nýaldarhátíð, hátíð um skrýtið fólk og geimverur 
 • Sandkastalakeppni 
 • Sjósund 
 • Strandveiði 
 • Sögu, rýni, hátíð 
 • Útreiðardagar 
 • Vaktin mikla 
 • Vermannadagar
 • Vertíðarfóður (árstíðabundið)
 • Vitaskoðun, vitadagar