Í vefsjánni að neðan eru teknar saman upplýsingar um þá staði og leiðir sem þátttakendur í vinnusmiðjunni í Klifi skilgreindu sem áhugaverða. Vefsjáin sýnir því hvar gætu legið tækifæri út frá slíkum skilgreiningum. Í vefsjánni er hægt að smella á einstakan stað eða leið til að fá nánari upplýsingar. Kortið sýnir vel hvar áhugaverðir staðir myndast þar sem margir „punktar" þjappast saman og svæði býður upp á margskonar upplifun. Út frá því má einnig lesa hvar gæti verið gott að huga að aðstöðu eða skilgreiningu ferðaleiða. Út frá kortinu má einnig lesa ákveðna söguþræði í þjóðgarðinum og umhverfi hans. Hægt væri að vinna með staka söguþræði í kynningu á svæðinu og við þróun vöru og þjónustu. |