Erlend dæmi

Það getur verið gagnlegt að skoða hvernig til hefur tekist erlendis við að mæta sambærilegum áskorunum og við stöndum frammi fyrir hér heima. 

Hvernig hafa þjóðgarðar þróast og hvernig hafa svæði og samfélög nýtt sér tækifærin sem felast í nærliggjandi þjóðgarði?
Með hliðsjón af því sem hér var sagt að framan, um þróun þjóðgarða, ekki síst samvinnu þeirra við samfélög og íbúa á starfssvæði sínu eða nærsvæði, munum við líta hér á nokkur erlend dæmi um þjóðgarða, þróun þeirra og hvernig til hefur tekist við þróun þeirra í takt við viðkomandi svæði. 

Hér verða skoðuð fjögur erlend dæmi; þrjú dæmi um þjóðgarða og eitt dæmi um svæðisgarð. Þó svæðisgarðar séu aðeins annars eðlis en þjóðgarðar þá gilda í raun um þá sömu leikreglur hvað varðar tækifæri til þróunar og eflingar byggða. 
Del Teide þjóðgarðurinn, Tenerife, Spáni. Mynd: BÁ.