Sérstaða og starfsemi

Starfsemi sem byggir á sérstöðu svæðisins 
Hér að framan hefur verið fjallað ítarlega um atvinnulíf á Cairngorms svæðinu. 
Af þeirri mynd sem dregin hefur verið upp má mjög vel greina hvernig sérstaða og auðlegð svæðisins er nýtt og líka hvernig þjóðgarðurinn hefur áhrif og ýtir undir að augu fólks á svæðinu opnist fyrir tækifærunum. Gríðarleg áhersla á samvinnu og þátttöku heimamanna hefur án efa haft áhrif út í atvinnulíf og starfsemi á svæðinu. Það má t.d. sjá af því hvernig þjónustuaðilar eru kynntir til leiks á vef þjóðgarðsins og gestavefnum. 

Til að sjá starfsemi einstakra aðila og hvernig þeir fara að því að nýta sérstöðu svæðisins og tilvist þjóðgarðsins, nægir að benda á vefsíður einstakra fyrirtækja og þjónustuaðila á svæðinu. 
Mjög gjarnan vísa þeir í þjóðgarðinn, vísa til náttúruarfsins, skóglendis og hálendis (highlands-þetta og hitt), dádýrin eru áberandi og ýmis önnur tákn úr flóru og fánu svæðisins. 
Þjónusta í mat og drykk byggir mikið á framleiðslu svæðisins, hefð í drykkjar- og matargerðarlist og sögum af svæðinu. 
Þjónustuaðilar lýsa ekki eingöngu sinni eigin þjónustu eða framleiðslu, heldur lýsa þeir svæðinu sem þeir starfa á og annarri þjónustu sem uppfyllt getur þarfir gesta á svæðinu. 
Margir hverjir nota síðan vörumerki þjóðgarðsins. 

Hér má sjá lista yfir ýmsa aðila sem hægt er að kynna sér betur:
 • Listi yfir aðila sem fengið hafa leyfi til að nota vörumerki þjóðgarðsins (Ambassadors). Smellt er á viðkomandi aðila til að tengjast beint inn á vefsíðu hans. 
 • Umfjöllun um fyrirtæki og þjónustu í þjóðgarðinum, á gestasíðunni visitcairngorms.com - Síðan er markvisst byggð upp þannig að gefin er mynd af flokkum þjónustu og fyrirtækja, sem síðan er hægt að kryfja betur niður og enda með tengingu á vefi einstakra fyrirtækja.
 • Upptalning á Rangers á þjóðgarðssvæðinu, en það eru þjóðgarðsverðir eða leiðsögumenn sem taka að sér að lóðsa gesti um þjóðgarðinn eða afmarkaða hluta hans.
Við þetta má bæta eftirfarandi dæmum, sem tekin eru af handahófi úr þessum listum. 
Eftirfarandi punktar gefa mynd af því hvernig starfsemin er tengd við svæðið, þjóðgarðinn og sérstöðuna:


Craggan Mill Restaurant, Grantown on Spey
Graham og Sheila á Craggan Mill Restaurant. 
 • Staðsett í gamalli vatnsmyllu frá 17. öld - nafnið tengist því; áhersla lögð á myndræna og hrífandi umgjörð 
  • This 17th Century Meal Mill was lovingly restored in 1977 to provide diners with the comfort and ambience in which to enjoy the finest locally sourced, seasonal food and quality wines from around the world.
Craggan Mill Restaurant - í gömlu vatnsmyllunni.
 • Býður það allra besta og ferskasta af framleiðslu svæðisins", á veitingastaðnum eða í gegnum veisluþjónustu 
 • Verðlaunað starfsfólk (award winning team) - en þau skötuhjú eru bæði verðlaunakokkar. Gildi þeirra í matreiðslunni eru kynnt til sögunnar: 
  • Use only the best and freshest local and 
   Scottish Ingredients and prepare them with passion, understanding and pride. 
 • Gallerí er samhliða veitingastaðnum, þar eru sýnd verk eftir listamenn af svæðinu og aðra skoska listamenn sem búa í skosku hálöndunum
  • Á vefnum eru kynntir tveir listamenn sem væntanlega eru með sýningu á þeim tíma 

 • Graham og Sheila gáfu árið 2008 út matreiðslubókina 
  The Whisky Kitchen - 100 ways with whisky and food"  sem kynnt er á vefnum ásamt umsögnum. 
  Eins og nafnið gefur til kynnar er þar byggt á ríkri hefð svæðisins og einkennisframleiðslu; Whisky! Eða hver vill ekki smakka "Auchentoshan Stroganoff" eða "Glenfiddich Raisin Bread"? Bókin var valin "The Best Book in the World for Cooking with Beer, Wine and Spirits" árið 2009. 
  Mynd af bókarkápu, hér til hliðar, er tekin af samnefndum vef
  • Sheila and Graham have faced one of the most pleasurable tasks imaginable matching the fantastic malts produced across Scotland with the very best of Scottish cuisine. The recipes in this book will bring joy to all those who cook them and hopefully introduce many more people to the best Scotland has to offer.
 • Í boði eru einnig námskeið (work shops & master classes) t.d. almenn og sérhæfð námskeið um matreiðslu, einnig kynnt sem hópefli og hentug fyrir hópa, fyrirtæki eða klúbba. 
 • Viðburðir eða framlag þeirra á sýningum, t.d. veitinga- og áfengissýningum (Whisky Mess t.d.)
 • Á vefnum er að finna góða kynningu á svæðinu og ýmissi þjónustu sem þar er að finna
  • The Cairngorm National Park is without doubt one of the most beautiful places on the planet. 
   The range of activities within the park and in Strathspey in particular are almost endless. 
   The area around Grantown-on-Spey is also blessed with some of the finest accommodation to be found anywhere in Scotland. So why not browse the links below to our friends accommodation sites to find out what is available, book your accommodation and we will see you for dinner.
 • Fallegur vefur og góðar upplýsingar

Balliefurth Farm

Af vef.  www.balliefurth.com
 • Býli sem fæst við nautgripa- og sauðfjárrækt og selur afurðir sínar "hvert á land sem er". Einnig selt í gegnum Cairngorms Farmer Market. "Organic farm."
  • We can deliver top quality beef and lamb, produced under conditions beneficial to the environment, to your door anywhere in the UK!
 • Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu þeirra er lögð áhersla á gæði og alúð við framleiðsluna, og að leitast sé við að haga framleiðslunni í sátt við umhverfið og góðar starfsaðferðir
  • At Balliefurth Farm we have taken great pride in producing the best products that we possibly can. At all times we strive for complete integration and harmony between our farm environment and our work practices. 
 • Góðar upplýsingar eru um hvernig unnið er í samræmi við umhverfisáherslur 
  • We farm by LEAF (Linking Environment and Farming) principles and are a LEAF demonstration farm, therefore group visits can be arranged to see around the farm.
 • Verðlaunuð starfsemi vegna umhverfisáherslna 
  • Indeed our success in this is recognised by several national farm environmental awards.
 • Gildi framleiðendanna eru dregin fram í dagsljósið: 
  • Our philosophy is to integrate farming, tourism, forestry and the environment for the mutual benefit of all. A truly holistic system that is very much superior in our care and enhancement of the environment to purely being an organic farm.
 • Áhersla á svæðið og gæði þess til ræktunar nautgripa og sauðfjár
  • Our tasty, tender beef, mutton and lamb is derived from traditional beef cattle and sheep born, bred, and reared naturally on the grass pastures at Balliefurth 
 • Hér má finna vefinn þeirra.

Balliefurth  Farm og Cairngorms Farmers Market.