Skilaboð

Það sem læra má af Cairngorms
  • Markviss og vönduð stefnumótun, langtímasýn - þátttaka hagsmunaaðila í stefnumótun.
  • Mikil áhersla (þjóðgarðs, stjórnenda) á samfélagsleg áhrif þjóðgarðsins og hlutverk hans sem hreyfiafls á svæðinu. 
  • Verndun og nýting, gengið lengra en víða í að samræma ólík sjónarmið.
  • Mjög rík áhersla og frumkvæði þjóðgarðsins sem opinberrar stofnunar á samráð og þátttöku hagsmunaaðila.
  • Sveitarfélög á svæðinu í markvissu samstarfi með þjóðgarðinum.
  • Áhrifarík miðlun og framsetning upplýsinga, mikið gegnsæi með upplýsingagjöf og útgáfu á vefnum, einkum á efni sem snýr að stjórnun og stefnu þjóðgarðsins.
  • Mesta uppbyggingin hefur orðið í ferðaþjónustu. Því ekki óeðlilegt að þjóðgarðurinn sé í fararbroddi í vinnu sem ýtir undir sjálfbærniviðmið í ferðaþjónustu. 
  • Vöktun á samfélagslegum þáttum og áhrifum þjóðgarðs á samfélag og efnahag. 
  • Helstu áskoranir í atvinnuuppbyggingu og samfélagsmynstri eru þær að störf eru enn of árstíðabundin og að meðalaldur er hærri en landsmeðaltal segir til um. Þó eru jákvæð teikn á lofti um hagfelldari þróun eða viðsnúning að því leyti. Því verður fróðlegt að fylgjast með hvort og hvernig tekst til við að bregðast við því.