Sérstaða og starfsemi

Starfsemi sem byggir á sérstöðu svæðisins 
Ferðaþjónusta er algengasta atvinnugreinin á svæðinu innan marka þjóðgarðsins. 
Talsverður munur er á samsetningu starfa (fjölda starfa í einstökum atvinnugreinum) innan og utan þjóðgarðsins, þ.e. í öðrum hlutum Cumbria svæðisins.  
Myndin hér að ofan sýnir fjölda og staðsetningu þeirra sem vinna í hótel- og veitingageiranum (hospitality sector) í Cumbria. 
Eftir því sem fletirnir eru dekkri þeim mun fleiri starfa í greininni á viðkomandi svæði. Mörk þjóðgarðsins eru sýnd með svartri línu. Eins og sjá má hefur þjóðgarðurinn vinninginn hvað varðar fjölda starfsmanna í greininni, umfram önnur svæði í Cumbria. 
Í þjóðgarðinum sjálfum er þéttleiki þessarar kjarnaþjónustu við ferðamenn mestur. Um 35% vinnuafls innan þjóðgarðs er í gisti- og veitingageiranum, eða 6.561 af 18.844. Í öðrum hlutum Cumbria (utan þjóðgarðsins) er þetta hlutfall 7,6%. 
Af öðrum atvinnugreinum innan þjóðgarðsins sjálfs má nefna að á eftir hótel- og veitingatengdum störfum eru flestir sem vinna við heildsölu, smásölu, viðgerðir ofl. eða um  21% (3.927 af 18.844). Það er svipað hlutfall og í öðrum hlutum Cumbria.  
Í þriðja sæti eru svo störf við menntun, heilbrigðis- og félagsþjónustu og ýmsa aðra þjónustu, eða 20% samantekið. Hlutfallið utan þjóðgarðs í Cumbria er um 25% í þessum greinum samanteknum. 
Í Cumbria utan þjóðgarðsins starfa hlutfallslega flestir í framleiðslu eða um 21% mannaflans. Það hlutfall er hins vegar tæplega 6% innan þjóðgarðsins. Tæp 8% vinnuafls í Cumbria utan þjóðgarðs starfar svo við fasteignaumsýslu, leigu og ýmislegt því tengt, en innan þjóðgarðs er hlutfallið um 6,5% í þeim geira.  

Í skýrslunni A Social and Economic Profile of the Lake District NP kemur fram, að sé horft til Cumbria svæðisins í heild þá skeri þjóðgarðurinn sig úr hvað varðar ýmsa þætti. 
Aldurssamsetning er önnur þar, meðalaldur hærri og færri börn. Svæðið er vinsælt fyrir þá sem sestir eru í helgan stein og skera þéttbýlisstaðirnir innan þjóðgarðsins sig úr hvað það  varðar. Húsnæðismarkaðurinn er nokkuð á annan veg inní þjóðgarðinum sjálfum, verð húsa er þar hærra og fleiri hús hafa verið keypt sem orlofshús eða sem annað heimili eigendanna. Markaðurinn þar er því undir talsverðri pressu. 
Störfin í þjóðgarðinum eru meira í átt við hefðbundin láglaunastörf. Ferðaþjónustan er áberandi sterkari innan þjóðgarðsins en á öðrum svæðum. Þorpin innan þjóðgarðs eru klárlega miðstöðvar þjónustu og starfa, en þau eru einnig segull fyrir eldra fólk sem er hætt að vinna. Í skýrslunni segir að draga megi þær ályktanir að þorpin innan þjóðgarðs séu staðir hinna efnameiri og hreyfanlegu. Þau séu ekki dæmigerð þorp á breskri landsbyggð, heldur mjög óvenjulega samansett og flóknari að mörgu leyti en hefðbundin þorp utan þjóðgarða. Skipulag og þróun þjóðgarðsþorpanna þurfi því að taka mið af þessu, segir að lokum í skýrslunni A Social and Economic Profile of the Lake District NP.

Hér má sjá brot úr myndbandi um lífið í Lake District. 
Dæmi um hvernig stafsemi á svæðinu vísar í sérstöðuna: 


Skelwith Fold Caravan Park

 • Orlofsgarður þar sem hægt er að leigja sér gistingu og dvelja í húsbíl eða hjólhýsi sem tilheyra svæðinu,
  eða mæta á eigin kerru 
 • Samhliða er verslun
  • excellent village style self service shop
 • Áhersla á matarhefð og framleiðslu af svæðinu
  • ... you will find a wide range of locally sourced produce including Cumbrian Way ready meals, Appleby cakes, English Lakes ice cream, Romneys sweets, Pinks meats, Coniston beers, Hawkshead beers and Strawberry Bank liqueurs
 • Áhersla á gæði
  • ... we offer the highest of standards and facilities
   as one of the finest touring caravan
   and motorhome parks in the Lake District.
 • Áhersla á útivist og náttúru og hvíld frá streituvaldandi umhverfi
  • Skelwith Fold was once described by Professor Bellamy as a social hormone, a place where families can come, learn, enjoy and experience the natural environment in a controlled informed manner. A place where people are free to see, touch and smell without unreasonable constraints.
 • Góð lýsing á staðsetningu og gæðum svæðis
  • In the heart of the Lake District National Park 
  • ... a magical wildlife haven and a relaxing place for both discovery and escape. 
  • When staying with us you’ll become immersed in the ever-changing landscape that is simply breathtaking.
 • Vísað til sögunnar og þróunar starfseminnar, m.a. höfðað til baráttu fyrri tíma við að auka aðgengi almennings að opnum svæðum 
  • To gain access to Skelwith Fold's magnificent grounds before 1950, you would need to have been very well connected. Its 130 acres were in the ownership of the wealthy Marshall family who, in 1890, built a rather unusual mansion house at the highest point on the site.
  • But as the mansion crumbled, a new life for Skelwith Fold began to be constructed - as a park in the heart of the Lake District where folk could bring their tents and caravans on holiday.
  • ... Skelwith Fold was among the first tourism businesses to make Lakeland accessible to a much wider cross-section of people. ...
 • Umhverfisáherslur 
 • Vísað á aðra þjónustuaðila á svæðinu og kostum þeirra lýst - virkar sem heild
 • Miklar upplýsingar á vef 

Byggt á sögunni. Mynd: http://www.skelwithfold.co.uk