Skilaboð

Það sem læra má af Lake District
  • Markviss og góð stefnumótun - þátttaka hagsmunaaðila í stefnumótun
  • Áhersla (þjóðgarðs, stjórnenda) á samfélagsleg áhrif þjóðgarðsins og hlutverk hans sem hreyfiafls á svæðinu. 
  • Mjög rík áhersla og frumkvæði þjóðgarðsins um samráð og þátttöku hagsmunaaðila
  • Öflug samvinna og tilvist samstarfsnefndar þjóðgarðsins - tekur að sér hlutverk í stefnumótun og undirbúningi skipulagsáætlunargerðar
  • Áhrifarík miðlun og framsetning upplýsinga, mikið gegnsæi með upplýsingagjöf og mikið magn upplýsinga sett fram á vef. Slíkt eykur gagnsæi og ýtir undir gott orðspor. 
  • Vöktun á samfélagslegum þáttum og áhrifum þjóðgarðs á samfélag og efnahag. 
  • Helstu áskoranir í atvinnuuppbyggingu og samfélagsmynstri að störf eru enn of árstíðabundin, jafnvel lágt launuð og að meðalaldur er hærri en landsmeðaltal segir til um. Verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni og hvort tekst að snúa þessu við.