Skilaboð

Það sem læra má af Vanoise
  • Þróun þjóðgarðsins, einkum hvernig hugmyndir síðustu ára og óskir um áhrif þjóðgarðs á samfélag á nærsvæðinu, verða til þess að breytingar eru gerðar á löggjöf og starfsemi garðsins 
  • Breytingar taka mið af því að nútíma þjóðgarður er hreyfiafl byggðaþróunar 
  • Að þörf er á að móta og skilgreina hvernig þjóðgarðurinn og nærsamfélögin tengjast og vinna saman 
  • Aukin samvinna aðila, ekki bara innan garðs, heldur út á nærsvæðin 
  • Aðkoma sveitarstjórnarmanna 
  • Hagsmunaaðilagreining og samráð við hagsmunaaðila í aðdraganda að gerð þjóðgarðssáttmála, en í honum felst líka stefnumótun
  • Ein þjóðgarðastofnun, en þó aukið vald í héruðin, til hvers þjóðgarðs fyrir sig; m.a. gerir hver þjóðgarður sinn samning við heimaaðila og vinnur með þeim 
  • Öflug miðlun og upplýsingagjöf; gott dæmi um hvernig Netið er tækifæri til að ýta undir þróun
  • Einnig: samstarf utan þjóðgarðs, milli aðila og svæða, sem í auknum mæli - og á stærri svæðum en áður - taka höndum saman í kynningar- og markaðsstarfi, sbr. dæmin hér að ofan um Savoie og Haute-Savoie sýslurnar sem kynna sameiginlegt „brand" og einn áfangastað undir heitinu Savoie-Mont Blanc. Einnig dæmið að ofan um samstarf vínræktenda og tengdra aðila í Savoie. 
  • Ýmiss konar þjónustu er hægt að bjóða, sem ekki er háð malbiki og steypu", eins og leiðsögn og margvíslega aðstoð við að skipuleggja ferðir eða viðburði, kennslu, o.fl. Þá skiptir öllu að nýta gæði náttúru og staðar, hugsa um að kynna þetta gestum - ímynda sér að gestir hafi gaman af að njóta þessara gæða beint eða óbeint