Tækifæri á svæðinu

Tækfærin sem liggja í staðaranda svæðisins eru ekki einungis á sviði ferðaþjónustu heldur má einnig nýta staðarandann á öðrum sviðum eins og í vöruþróun og markaðssetningu, t.d. á handverki eða matvöru. 

Í vinnusmiðjunni í Snæfellsbæ 30. mars 2011 voru settar fram tillögur um hvernig hinar ýmsu starfsgreinar gætu nýtt sér staðarandann. Einnig var rætt um hvað helst vantaði eða þyrfti að koma til svo að hægt væri að nýta tækifærin betur.
Gerð er grein fyrir þessu á næstu tveimur undirsíðum.